Sif dýralæknir

Um Sif: Sif Traustadóttir útskrifaðist sem dýralæknir frá konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn árið 2003 og hefur síðan þá unnið við smádýralækningar á höfuðborgarsvæðinu. Sif er einn af eigendum Dýralæknamiðsöðvarinnar í Grafarholti, sem tók til starfa árið 2007. Árið 2010 útskrifaðist hún með diplómagráðu í atferlismeðhöndlun gæludýra (companion animal behaviour counselling) frá University of Southampton í Englandi. Árið 2015 er Sif að láta gamlan draum rætast og ferðast um Evrópu í húsbíl með hundinum sínum, Sunnu. Ferðasöguna er hægt að sjá á facebook síðunni okkar "Sunny on the Road". Lengi býr að fyrstu gerð og er mikilvægt að vanda til verks strax í upphafi. Fyrstu skrefin skipta sköpun við að móta hund sem er í andlegu jafnvægi, hlýðinn og laus við atferlisvandamál. Hvolpahandbókin uppfyllir þörf eiganda um aðgengilegt fræðsluefni á íslensku.